Stilling Bílaþjónusta Suðurnesja
Stilling Bílaþjónusta Suðurnesja

Íþróttir

Djogatovic fór í rétt horn og kom í veg fyrir FH-sigur
Vladan Djogatovic var með á hreinu í hvort hornið hann ætti að skutla sér í vítaspyrnu FH-inga. VF-myndir: Hilmar Bragi
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
mánudaginn 1. júlí 2019 kl. 23:04

Djogatovic fór í rétt horn og kom í veg fyrir FH-sigur

Grindavík gerði markalaust jafntefli gegn FH í Pepsi MAX-deild karla á Íslandsmótinu í knattspyrnu í Grindavík í kvöld. Það var allt annað að sjá til Grindvíkinga í kvöld en í Mjólkurbikarleiknum um síðustu helgi sem Grindvíkingar töpuðu með sjö mörkum gegn einu á móti sama FH-liðinu.

Bæði lið fengu fín færi í fyrri hálfleik en staðan var markalaus þegar flautað var til leikhlés. Grindvíkingar áttu fína spretti í síðari hálfleik en FH-ingar voru oftar en ekki með undirtökin.

Gestirnir voru nærri því að skora þegar um stundarfjórðungur var liðinn af síðari hálfleik. FH fékk vítaspyrnu sem Steven Lennon tók. Vladan Djogatovic var hins vegar með á hreinu í hvort hornið hann ætti að skutla sér og varði glæsilega.

Grindvíkingar eru í 10. sæti deildarinnar með 11 stig.

Grindavík - FH // 1. júlí 2019

Ljósmyndastofa Oddgeirs - Barna
Ljósmyndastofa Oddgeirs - Barna