Nettó
Nettó

Íþróttir

Davíð Snær jafnar met í U-17
Föstudagur 1. febrúar 2019 kl. 12:39

Davíð Snær jafnar met í U-17

Davíð Snær Jóhannsson leikmaður Keflvíkur í knattspyrnu jafnaði met í landsleik með U-17 gegn Tadsikistan á móti í Hvíta Rússlandi. Hann er því búinn að leika 27 leiki, sem eru jafnmargir leiki með U-17 ára liðinu og Eiður Smári Guðjohnsen og Valur Fannar Gíslason sem léku með U-17 ára liðinu á árunum 1992-1994.
 
Davíð Snær var á móti í Hvíta-Rússlandi fyrir nokkrum dögum síðan og spilaði alla leiki liðsins og var einnig fyrirliði liðsins alla leikina. Hann spilaði stöðu sem aftasti miðjumaður í leikjunum. Í þessum leikjum átti hann tvær stoðsendingar. Þess má einnig geta að Davíð Snær á 2 leiki með U-18.
 
Næsta verkefni hjá U-17 er svo í mars þegar liðið leikur í milliriðli í Þýskalandi gegn heimamönnum Þýskalands, Slóveníu og Hvíta Rússlandi um sæti í lokakeppni EM sem fer fram á Írlandi í maí.
Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs