Samfylkingin
Samfylkingin

Íþróttir

Calvin Burks Jr á förum frá Keflavík
Burks í leik gegn KR í úrslitakeppni Domino's-deildar karla í körfuknattleik í vor. Mynd úr safni Víkurfrétta
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 2. ágúst 2021 kl. 08:10

Calvin Burks Jr á förum frá Keflavík

Það er ljóst að deildarmeistarar Keflavíkur í körfuknattleik munu tefla fram breyttu liði á næsta tímabili en Karfan.is greinir frá því að Calvin Burks Jr hafi náð samningum við úkraínska liðið BC Khimki og muni leika með þeim á næsta tímabili. Áður höfðu Víkurfréttir sagt frá því að Dean Williams muni leika með San Quentin í næstefstu deildinni í Frakklandi á næsta ári svo það verður spennandi að sjá hvaða leikmenn Keflvíkingar fá til að koma í stað þeirra Williams og Burks.

Viðreisn
Viðreisn