Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Íþróttir

Bláa Lónið styrkir íþróttafélögin á Suðurnesjum
Þriðjudagur 23. mars 2010 kl. 16:44

Bláa Lónið styrkir íþróttafélögin á Suðurnesjum

Bláa Lónið hefur veitt íþróttafélögunum á Suðurnesjum styrki. Fulltrúar íþróttafélaganna í Garði, Grindavík, Reykjanesbæ, Sandgerði og Vogum veittu veittu styrkjunum móttöku föstudaginn 19. mars á Lava, veitingastað Bláa Lónsins.


Eftirfarandi greinar hlutu styrki: knattspyrna, körfuknattleikur, sund, fimleikar, badminton, júdó, skotfimi, lyftingar, hnefaleikar, og handbolti auk NES íþróttafélags fatlaðra á Suðurnesjum. Heildarvirði styrkjanna nú er um 4 milljónir króna en þeir eru á formi aðgangskorta í Bláa Lónið.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024


Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins, sagði við þetta tækifæri að það væri bæði ánægjulegt og mikilvægt fyrir Bláa Lónið að koma með öflugum hætti að íþrótta- og æskulýðsstarfi á Suðurnesjum. „Það er markmið okkar hjá Bláa Lóninu að styrkirnir verði öðrum fyrirtækjum hvatning til að efla fjölbreytt æskulýðs- og íþróttastarf á Íslandi enn frekar og við horfum til áframhaldandi góðs samstarfs Bláa Lónsins og íþróttafélaganna á Suðurnesjum.“