Nettó
Nettó

Íþróttir

Bláa Lónið styrkir íþróttafélögin á Suðurnesjum
Þriðjudagur 23. mars 2010 kl. 16:44

Bláa Lónið styrkir íþróttafélögin á Suðurnesjum

Bláa Lónið hefur veitt íþróttafélögunum á Suðurnesjum styrki. Fulltrúar íþróttafélaganna í Garði, Grindavík, Reykjanesbæ, Sandgerði og Vogum veittu veittu styrkjunum móttöku föstudaginn 19. mars á Lava, veitingastað Bláa Lónsins.


Eftirfarandi greinar hlutu styrki: knattspyrna, körfuknattleikur, sund, fimleikar, badminton, júdó, skotfimi, lyftingar, hnefaleikar, og handbolti auk NES íþróttafélags fatlaðra á Suðurnesjum. Heildarvirði styrkjanna nú er um 4 milljónir króna en þeir eru á formi aðgangskorta í Bláa Lónið.


Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins, sagði við þetta tækifæri að það væri bæði ánægjulegt og mikilvægt fyrir Bláa Lónið að koma með öflugum hætti að íþrótta- og æskulýðsstarfi á Suðurnesjum. „Það er markmið okkar hjá Bláa Lóninu að styrkirnir verði öðrum fyrirtækjum hvatning til að efla fjölbreytt æskulýðs- og íþróttastarf á Íslandi enn frekar og við horfum til áframhaldandi góðs samstarfs Bláa Lónsins og íþróttafélaganna á Suðurnesjum.“

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs