Max Norhern Light
Max Norhern Light

Íþróttir

Átján milljónir króna til íþróttafélaga á Suðurnesjum vegna COVID-19
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 29. maí 2020 kl. 07:33

Átján milljónir króna til íþróttafélaga á Suðurnesjum vegna COVID-19

Ellefu íþróttafélög á Suðurnesjum fengu samtals tæplega átján milljóna króna framlag frá ríkinu vegna áhrifa COVID-19. Keflavík fékk mest félaga á Suðurnesjum, rúmar átta milljónir og Grindavík fékk tæpar fimm milljónir. Alls fengu 214 félög innan Íþróttasambands Íslands peningastyrk.


Keflavík, íþrótta- og ungmennafélag 8.063.000

Ungmennafélag Grindavíkur 4.972.175

Ungmennafélag Njarðvíkur 2.079.424

Ungmennafélagið Þróttur, Vogum 742.669

Knattspyrnufélagið Víðir 738.101

Knattspyrnufélagið Reynir 541.017

Golfklúbbur Suðurnesja 235.225

Hestamannafélagið Máni 139.266

Hnefaleikafélag Reykjaness 136.061

Golfklúbbur Vatnsleysustrandar 107.531

Íþróttafélagið Nes 100.811

Framlagið skiptist milli íþróttafélaga sem starfrækja skipulagt íþróttastarf fyrir börn og unglinga á aldrinum sex til átján ára og höfðu að lágmarki skráðar tuttugu iðkanir samkvæmt starfsskýrslum sem skilað var inn í félagakerfi ÍSÍ og UMFÍ árið 2019.

Iðkendur í almenningsíþróttadeildum, samkvæmt skráningu ÍSÍ og UMFÍ, teljast ekki með vegna mismunandi túlkunar á skráningu iðkenda í þær deildir.

Við skiptingu milli félaga skal farið eftir fjölda iðkana. Þar skal miðað við fjölda iðkana sex til átján ára samkvæmt talnagrunni ÍSÍ og UMFÍ 2019, að undanskildum iðkendum í almenningsíþróttadeildum. Vægi iðkana í útreikningi er óháð búsetu þeirra.