Íþróttir

Arnór Ingvi til Bandaríkjanna
Arnór Ingvi í búningi New England Revolution. Mynd: revolutionsoccer.net
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 17. mars 2021 kl. 11:18

Arnór Ingvi til Bandaríkjanna

Arnór Ingvi Traustason hefur gengið til liðs við New England Revolution sem spilar í Bandarísku MLS-deildinni!

Arnór Ingvi hefur leikið með sænska stórliðinu Malmö síðan 2018 og varð sænskur meistari með liðinu á síðustu leiktíð. Arnór Ingvi spilaði með Keflvíkingum 56 leiki og skoraði í þeim tíu mörk áður en hann hóf atvinnumensku sína þegar hann var seldur til Sandnes Ulf í norsku úrvalsdeildina árið 2012. Síðan þá hefur Arnór átt glæstan ferill í atvinnumennsku og spilað með mörgum stórliðum, þá hefur Arnór Ingvi einnig verið fastamaður í íslenska A-landsliðinu undanfarin ár.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024