Íþróttir

Andri Fannar aftur í Njarðvík
Andri Fannar Freysson með þjálfurum Njarðvíkinga, Hólmari Erni Rúnarssyni (t.v.) og Bjarna Jóhannssyni. Mynd af Facebook-síðu knattspyrnudeildar Njarðvíkur.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 23. nóvember 2020 kl. 23:35

Andri Fannar aftur í Njarðvík

Andri Fannar Freysson hefur snúið aftur til Njarðvíkur eftir eitt tímabil með Keflvíkingum þar sem hann lék fjórtán leiki í Lengjudeildinni og tvo í Bikar.
Andri Fannar var fyrirliði Njarðvíkinga frá 2017 til 2019 og hefur leikið um 150 leiki fyrir félagið. Á Facebook-síðu knattspyrnudeildar Njarðvíkur segir: „Stjórn knattspyrnudeildar Njarðvíkur bíður spennt eftir að sjá Andra aftur í græna litnum en hann á eftir nýtast liðinu vel í baráttunni um sæti í B-deild á næsta tímabili.
Velkominn aftur heim Andri Fannar!“
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024