Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Íþróttir

Afleit byrjun Keflavíkurstúlkna í úrslitakeppninni
Jón Guðmundsson var afar ósáttur með stelpurnar sínar í fyrsta úrslitaleiknum við Stjörnuna.
Þriðjudagur 2. apríl 2019 kl. 20:59

Afleit byrjun Keflavíkurstúlkna í úrslitakeppninni

Stjarnan vann í tvíburaleiknum

Keflavíkurstúlkur töpuðu fyrsta leiknum í viðureign sinni við Stjörnuna í undanúrslitum Domino’s deildar kvenna í körfubolta. Lokatölur 70-78 en Stjarnan leiddi í hálfleik með 19 stiga mun, 24-43.

Keflavík byrjaði afleitlega og skoraði til að mynda ekki þriggja stiga körfu í fyrri hálfleik. Skotnýting var afleit og besti leikmaður liðsins, Brittany Dinkins átti sinn slakasta leik í vetur. Hún skoraði aðeins 1 stig í fyrri hálfleik en mætti svo með 4 þrista í síðari hálfleik en það dugði ekki til og hún lauk leik með 17 stig. Emilía Ósk Gunnarsdóttir átti bestan leik hjá Keflavík en hún var með 16 stig eins og Sara Rún Hinriksdóttir.

Keflavíkurstúlkur náðu að minnka muninn í síðari hálfleik en þó aldrei niður fyrir sex stig. Stjörnustúlkur stóðust áhlaup Keflvíkinga í síðari hálfleik en frammistaða þeirra í fyrri hálfleik kostuðu sigurinn í þessum leik.
„Þetta var alveg galið. Stelpurnar mættu bara ekki í leikinn, þær voru ekki mættar í úrslitakeppnina. Ég bara skil þetta ekki. Að vera einhverjum tuttugu stigum undir í hálfleik er óskiljanlegt,“ sagði Jón Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur við Stöð 2 sport eftir leikinn.

Í fyrsta sinn léku tvíburar í úrslitakeppni í sitt hvoru liðinu. Sara Rún Hinriksdóttir úr Keflavík mætti þá tvíburasystur sinni, Bríeti Sif. Sara skoraði 16 stig fyrir Keflavík og Bríet var með 7 stig.

Keflavík-Stjarnan 70-78 (11-18, 13-25, 23-17, 23-18)

Keflavík: Brittanny Dinkins 17/9 fráköst/6 stoðsendingar, Sara Rún Hinriksdóttir 16, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 16/9 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 9, Bryndís Guðmundsdóttir 5/8 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 3/7 fráköst, Þóranna Kika Hodge-Carr 2/4 fráköst, Katla Rún Garðarsdóttir 2, Hjördís Lilja Traustadóttir 0, Eydís Eva Þórisdóttir 0, Erna Hákonardóttir 0, Irena Sól Jónsdóttir 0.

Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 25/13 fráköst/6 stoðsendingar, Veronika Dzhikova 24, Auður Íris Ólafsdóttir 7/5 stoðsendingar, Bríet Sif Hinriksdóttir 7/5 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 7/11 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 6/5 fráköst, Alexandra Eva Sverrisdóttir 2, Bergdís Lilja Þorsteinsdóttir 0, Sólrún Sæmundsdóttir 0, Linda Marín Kristjánsdóttir 0, Sólveig Jónsdóttir 0, Jenný Harðardóttir 0.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024