Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Yfirsýn á hamfarasvæði
Fimmtudagur 20. febrúar 2020 kl. 04:03

Yfirsýn á hamfarasvæði

– og í Bókasafni Reykjanesbæjar

Yfirsýn er heiti ljósmyndasýningar Hilmars Braga Bárðarsonar í Átthagastofu Bókasafns Reykjanesbæjar. Sýningin er opin á opnunartíma Bókasafns Reykjanesbæjar fram yfir Safnahelgi á Suðurnesjum í mars.

Á þessari sýningu sýnir Hilmar Bragi ljósmyndir frá sjónarhorni sem við eigum ekki að venjast, allar myndirnar eru teknar með dróna og flestar lóðrétt niður.
Hilmar Bragi tekur á móti gestum á sýningunni föstudaginn 21. febrúar á milli kl. 16 og18.

Ekki gat orðið af því að hann tæki á móti gestum síðasta föstudag þar sem óveðurslægð setti allt úr skorðum.

Public deli
Public deli

Myndin hér að ofan er einmitt tekin eftir óveðrið. Þarna má sjá Miðbryggjuna neðan við Fischers­hús í Keflavík en bryggjan, sem er aldargömul, skemmdist í veðrinu og brot úr henni er m.a. komið upp í sjóvarnagarðinn.