Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

Yfir 400 eftirskjálftar í dag
Fimmtudagur 12. mars 2020 kl. 16:00

Yfir 400 eftirskjálftar í dag

Búast má við að fólk í nágrenni Grindavíkur muni finna fyrir frekari eftirskjálftum fram á kvöld

Fjöldi eftirskjálfta á því svæði þar sem stóri skjálftinn að stærðinni M5,2 reið yfir í morgun er nú kominn vel yfir 400 það sem af er degi.

Stærsti eftirskjálftinn reið yfir kl. 10.38 og var hann M3,3 að stærð. Búast má við að fólk í nágrenni Grindavíkur muni finna fyrir frekari eftirskjálftum fram á kvöld, en líklegt að þeir verði allir töluvert minni en þeir sem orðið hafa í dag.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Á þriðja hundarð tilkynningar hafa borist Veðurstofunni frá fólki sem fann fyrir skjálftanum sem reið yfir í morgun. Hann fannst víða um suðvesturhornið og tilkynningar komu frá Búðardal, Húsafelli og allt austur að Hvolsvelli.

Stóri skjálftinn í morgun varð á um sex til átta kílómetra dýpi og ekkert bendir til þess að skjálftinn tengist eldsumbrotum.

Veðurstofan heldur áfram að fylgjast náið með gangi mála ásamt því að greina enn frekar þau gögn sem berast.