Fréttir

Tólf íbúðir í nýju húsi að Hafnargötu 27
Svona verður Hafnargata 27 ef af áformunum verður.
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
laugardaginn 25. janúar 2020 kl. 08:00

Tólf íbúðir í nýju húsi að Hafnargötu 27

Fasteignasalan Ásberg ehf. hefur lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðina Hafnargata 27 í Keflavík með uppdráttum frá Unit ehf. Tillagan hefur verið auglýst og engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma sem lauk 30. desember 2019.

Í tillögu felst að fjarlægja núverandi hús að Hafnargötu 27 að hluta eða í heilt og reisa fimm hæða fjölbýlishús, auk bílgeymslu á einni hæð austan við húsið. Í nýju húsi er gert ráð fyrir skrifstofu- eða verslunarhúsnæði á jarðhæð og samtals allt að tólf íbúðum á hæðum fyrir ofan.

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar var samþykkt að senda tillöguna til Skipulagsstofnunar til endanlegrar afgreiðslu.

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs