Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Vörur flugu úr hillum í stóra skjálftanum
Úr Nettó í Grindavík. Ljósmyndir: Jón Steinar Sæmundsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
sunnudaginn 31. júlí 2022 kl. 20:32

Vörur flugu úr hillum í stóra skjálftanum

Skjálfti, sem reið yfir Reykjanes kl. 18:48 í dag, mældist 5,4 og átti upptök sín þrjá kílómetra frá Grindavík og fannst hann vel á Suðurnesjum og víðar. Grindvíkingar fóru ekki varhluta að skjálftanum og má segja að verslun Nettó hafi fengið að kenna á því.

Þegar skjálftinn var yfirstaðinn voru vörur, sem höfðu fallið úr hillum, á víð og dreif um verslunina eins og myndirnar sem fylgja fréttinni sýna berlega.

Það var Jón Steinar Sæmundsson sem tók myndirnar sem eru í myndasafni neðst á síðunni.

Public deli
Public deli

Nettó í Grindavík eftir skjálftann | 31. júlí 2022