Fréttir

Völdu Heiðarbyggð í dræmri kosningu
Föstudagur 18. maí 2018 kl. 13:36

Völdu Heiðarbyggð í dræmri kosningu

Í dag var tilkynnt um það hvaða nafn íbúar Sandgerðis og Garðs völdu á nýtt sameinað sveitarfélag.

Suðurbyggð fékk 100 atkvæði, Heiðarbyggð 174 og 224 skiluðu auðu. Alls greiddu 500 atkvæði en á kjörskrá eru 2692.

Public deli
Public deli

Það voru því 6,5% íbúa sem völdu nafnið Heiðarbyggð í kosningunni, sem er aðeins ráðgefandi fyrir nýja bæjarstjórn í sameinuðu sveitarfélagi.