Blik í auga
Blik í auga

Fréttir

Vogar lýsa áhyggjum af skerðingu framlaga
Frá Vogum.
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
þriðjudaginn 4. ágúst 2020 kl. 11:56

Vogar lýsa áhyggjum af skerðingu framlaga

Uppgjör fyrri hluta árs 2020, sex mánaða uppgjör bæjarsjóðs og stofnana Sveitarfélagsins Voga hefur verið lagt fram.

Bæjarráð lýsir yfir áhyggjum sínum af skerðingu framlaga Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, sem hefur veruleg áhrif á afkomu sveitarsjóðs. Bæjarráð hvetur því ríkisvaldið til að huga alvarlega að því að bæta Jöfnunarsjóði tekjutap sitt, og með því móti verði sjóðnum gert kleift að rækja skyldur sínar gagnvart sveitarfélögunum í landinu.

Það eru fleiri sveitarfélög sem finna fyrir lækkuðum framlögum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
Samkvæmt yfirliti um enduráætlun framlaga lækka framlög til Suðurnesjabæjar um 72,5 mkr. Ástæðan eru efnahagsleg áhrif af Covid 19 faraldrinum, sem valda samdrætti í skatttekjum ríkissjóðs og leiða til þess að tekjur Jöfnunarsjóðs lækka frá því sem áætlað var.