Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

Virknin sú mesta sem mælst hefur á Reykjanesskaganum frá upphafi
Fimmtudagur 11. mars 2021 kl. 16:32

Virknin sú mesta sem mælst hefur á Reykjanesskaganum frá upphafi

Mikil virkni í rúmt ár sem hófst með skjálftahrinu og landrisi við Þorbjörn

Veðurstofa Íslands hefur virkjað nýjan lið á vefsvæði sínu undir Virkni á Reykjanesskaga. Þar má m.a. finna safn frétta af virkninni á Reykjanesskaga síðasta árið, svör við algengum spurningum og ýmsan fróðleik um virknina á Reykjanesskaga.

Upphaf þeirrar miklu virkni sem nú mælist á Reykjanesskaga má rekja til þess þegar skjálftahrina og landris mældist við Þorbjörn í lok janúar 2020. Það var strax ljóst að atburðarásin var óvenjuleg fyrir svæðið ef horft var til virkni síðustu áratuga á svæðinu. Mat vísindaráðs almannavarna eftir fyrstu hrinurnar var það að atburðarás eins og var að hefjast á Reykjanesskaga gæti orðið mjög löng og kaflaskipt, þar sem dregur úr virkni tímabundið án þess að henni sé að fullu lokið. Sú hefur orðið raunin. Á síðustu öld mældist veruleg virkni víða á Reykjanesskaganum á árunum 1927-1955 og 1967-1977. En virknin nú er sú mesta sem mælst hefur á Reykjanesskaganum frá upphafi.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Sjá efni Veðurstofunnar um virkni á Reykjanesskaga