Fréttir

Vinna rammaskipulag fyrir Njarðvíkurhöfn og nágrenni
Laugardagur 3. apríl 2021 kl. 07:42

Vinna rammaskipulag fyrir Njarðvíkurhöfn og nágrenni

Skipulagsfulltrúi Reykjanesbæjar hefur óskað heimildar til að vinna rammaskipulag svæðis sem afmarkast af Njarðvíkurhöfn, Sjávargötu, Njarðarbraut að Fitjabakka samhliða heildarendurskoðun aðalskipulags. Fyrir liggur stefna stjórnar Reykjaneshafna sem felst m.a. í því að Njarðvíkurhöfn verði útgerðarhöfn sveitarfélagsins með þjónustu við fiskveiðar og vinnslu.

Unnið er að stækkun Njarðvíkurhafnarinnar og skipasmíðastöðvar Njarðvíkur og stefnt er að þróun skipaþjónustuklasa á svæðinu sem á eftir að hafa fjölbreytt áhrif á bæinn út fyrir svæðið.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Myndaður verði stýrihópur hagaðila, embættismanna og kjörinna fulltrúa sem móti vinnuna og fylgi verkefninu eftir. Hópurinn stýri þróun verkefnisins og sjái til þess að það samþættist starfsemi hafnarinnar, öðrum skipulagsverkefnum í sveitarfélaginu og þróun viðskipta. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar tilnefndi Róbert J. Guðmundsson í stýrihópinn og óskar eftir tillögu frá framtíðarnefnd og stjórn Reykjaneshafnar.

Hafna tilboðum í viðgerð á sjóvörn

Bréf frá Vegagerðinni, dagsett þann 15. mars 2021, varðandi niðurstöður útboðsins í verkið Grófar- og Njarðvíkurhöfn – viðgerðir á grjótvörn. Eftirfarandi var lagt fram:

Vegagerðin hefur farið yfir þau tilboð sem bárust í viðgerð á grjótvörn við Grófar- og Njarðvíkurhöfn og leggur til að þeim verði hafnað. Jafnframt leggur Vegagerðin til að samið verði við lægstbjóðanda varðandi þann hluta verksins sem snýr að smábátahöfninni í Gróf.

Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir þetta fyrirkomulag samhljóða á síðasta fundi sínum.