Fréttir

Vilja reisa möstur fyrir fjar-skiptasambönd í Grindavík
Föstudagur 2. apríl 2021 kl. 07:27

Vilja reisa möstur fyrir fjar-skiptasambönd í Grindavík

Míla hefur lagt fram beiðnir til bæjaryfirvalda í Grindavík til að bæta fjarskiptasamband í Grindavík og til að tryggja rekstraröryggi ef rafmagn fer af bænum. Fulltrúar Mílu funduðu með bæjarráði Grindavíkur 16. mars síðastliðinn vegna málsins.

Míla ehf. óskar m.a. eftir að reisa mastur á lóð félagsins við Víkurbraut 25. Um er að ræða átján metra háan járnstaur til að hýsa farsímaloftnet og þar með bæta farnetssamband í Grindavíkurbæ. Einnig óskar fyrirtækið eftir að setja farsímaloftnet í fimmtán til átján metra hæð við norðurhluta bæjarins á hentugum stað.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Þá óskar Míla ehf. eftir að Grindavíkurbær setji í deiliskipulag aðstöðu fyrir farsímafélög við í austurhluta bæjarins.

Bæjarráð Grindavíkur hefur falið sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að vinna málið áfram.