Fréttir

Vilja bílastæði við Afreksbraut til fjáröflunar
Á myndinni má sjá umrætt bílastæði við Afreksbraut í Njarðvík. VF-mynd: HBB
Þriðjudagur 8. september 2020 kl. 09:30

Vilja bílastæði við Afreksbraut til fjáröflunar

Stjórn knattspyrnudeildar Ungmennafélags Njarðvíkur hefur farið þess á leit við Reykjanesbæ að deildin fái til umráða, líkt og undanfarin ár, hluta af bílastæðum sem eru við knattspyrnuvöll deildarinnar við Afreksbraut.

Knattspyrnudeildin stefnir að því að bjóða upp á pláss til geymslu fyrir bíla til lengri eða skemmri tíma og er þá einkum horft til bílaleiga sem starfa á svæðinu. Geymsla bíla hefur reynst deildinni dýrmæt fjáröflun síðustu ár. Í umsókninni til Reykjanesbæjar segir að bílastæðið sé lítið notað mestallt árið. Þá hefur deildin áhuga á að gerður verði samningur til tveggja ára. Verkefnið sé hugsað sem fjáröflun fyrir starfsemi deildarinnar en á þessum fordæmalausu tímum er mikilvægt að allir standi þétt saman. Bæjarráð Reykjanesbæjar tók jákvætt í erindið á síðasta fundi sínum og fól bæjarstjóra að vinna áfram í málinu.

Public deli
Public deli