Fréttir

Vilja bæta hreinlætisaðstöðu við Grindavíkurhöfn
Laugardagur 3. júlí 2021 kl. 07:15

Vilja bæta hreinlætisaðstöðu við Grindavíkurhöfn

Undanfarin ár hefur fjöldi smærri aðkomubáta sem landa í Grindavíkurhöfn á tímabilinu mars til maí farið vaxandi. Afli frá áramótum í ár er sá mesti í áratugi og má það þakka m.a. lönduðum afla af afkastamiklum línubátum sem bætast í hóp heimaskipa á þessum tíma.

Í mörgum þessara skipa eru ekki þvottavélar eða þurrkarar og jafnvel takmörkuð hreinlætisaðstaða fyrir áhafnir þeirra. Til þess að mæta þörfum þessara mikilvægu viðskiptavina hafnarinnar og annara þjónustuaðila verður að finna lausn á hreinlætismálum þeirra segir í afgreiðslu frá síðasta fundi hafnarstjórnar Grindavíkurhafnar.