Blik í auga
Blik í auga

Fréttir

Víkurfréttir rafrænt og á prenti þessa vikuna
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
miðvikudaginn 9. september 2020 kl. 16:10

Víkurfréttir rafrænt og á prenti þessa vikuna

Víkurfréttir koma út í dag, bæði rafrænt og á prenti. Prentaðri útgáfu blaðsins, 32 síðum, var dreift í dag á dreifingarstaði um öll Suðurnes. Rafræna blaðið er svo aðgengilegt hér að neðan. Það er 46 síður og er veglegri útgáfa af prentaða blaðinu.

Í blaði vikunnar er glænýtt efni úr smiðju Víkurfrétta en einnig sýnishorn af því efni sem við höfum verið að vinna í rafrænu útgáfuna síðustu vikur. Það efni rataði m.a. prentað blað vikunnar, svo þeir lesendur, sem ekki hafa tök á að skoða blaðið í tölvum og snjalltækjum, geti fengið að njóta þess efnis sem við höfum verið að framleiða í sumar.

Áfram biðjum við lesendur að standa með okkur vaktina og benda okkur á áhugavert efni í alla okkar miðla.