Stfs
Stfs

Fréttir

Víkurfréttir komnar á dreifingarstaði
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
miðvikudaginn 9. september 2020 kl. 13:38

Víkurfréttir komnar á dreifingarstaði

Víkurfréttir eru komnar út á prenti og blaðið komið á dreifingarstaði um öll Suðurnes. Þetta er þriðja vikan í röð þar sem við bæði prentum blað og gefum einnig út rafræna útgáfu.

Prentaða blaðið í þessari viku er 32 síður og stútfullt af lesefni. Þar er bæði að finna nýtt efni en einnig valið efni úr rafrænum blöðum síðustu vikna en með prentaða blaðinu erum við helst að horfa til þeirra lesenda sem ekki hafa tök á að lesa Víkurfréttir í rafrænu formi. Rafræna blaðið, sem er mun ítarlegra en það prentaða, er væntanlegt á vf.is síðar í dag.

Hér að neðan er auglýsing um dreifingarstaði blaðsins á Suðurnesjum.