Fréttir

Víkurfréttir í sumargírnum komnar á vefinn
Þriðjudagur 13. júlí 2021 kl. 19:18

Víkurfréttir í sumargírnum komnar á vefinn

Nýjasta tölublað Víkurfrétta kemur út í fyrramálið. Víkurfréttir eru í sumargírnum þessa dagana og koma aðeins út annan hvern miðvikudag, næsta tölublað kemur því þann 28. júlí.

Í þessu tölublaði kennir ýmissa grasa. Við ræðum við rúmlega sextuga kraftakonu, Elsu Pálsdóttur, sem varð Evrópumeistari öldunga í klassískum lyftingum um síðustu helgi auk þess að setja fimm heims- og Evrópumet. Þá er rætt við hjónin Lovísu Falsdóttur og Gunnar Þorsteinsson sem tóku sig til og fluttu til Manhattan í miðjum heimsfaraldri. Guðbergur Reynisson var endurkjörinn formaður ÍRB á dögunum og hann segir frá miklum vexti í íþróttastarfi Reykjanesbæjar. Smári Guðmundsson er að gefa út söguplötuna Apótekarann, Smári þekkja líklega flestir sem annan helmingur Klassart en hann hefur frá mörgu skemmmtilegu að segja. Ferðaþjónustan er að taka við sér á ný og við fjöllum það, segjum frá götumarkaði í Reykjanesbæ, úrslit úr meistaramótum golfklúbbanna og margt fleira.