Fréttir

Víkurfréttir aftur í prent
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
þriðjudaginn 25. ágúst 2020 kl. 20:23

Víkurfréttir aftur í prent

Víkurfréttir koma núna aftur út í prenti í fyrsta skipti síðan í lok mars síðastliðinn og er blaðinu dreift ókeypis í öllum sveitarfélögum á Suðurnesjum, m.a. í öllum verslunum Samkaupa; Nettó, Krambúðum og Kjörbúðum á Suðurnesjum. Blaðinu verður komið á dreifingarstaði á miðvikudagsmorgun.

Þetta er gert í tilraunaskyni á 40 ára útgáfuafmæli blaðsins og í þeim tilgangi að ná til þeirra sem hafa ekki tileinkað sér nógu mikið stafrænt umhverfi eða eiga ekki slík tæki.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Prentaða útgáfan af Víkurfréttum er 32 blaðsíður og í því er að finna úrval af efni sem hefur birst síðustu tvær vikur í stafrænni útgáfu en að megninu til splunkunýtt efni, viðtöl, fréttir og íþróttir.

Stafrænt blað er enn veglegra með fleiri viðtölum og meira efni en rúmast í prentaða blaðinu. Það má nálgast á Víkurfréttavefnum, vf.is, frá og með miðvikudagskvöldinu 26. ágúst.