Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

Verður að fjölga stöðugildum félagsráðgjafa
Laugardagur 17. október 2020 kl. 07:15

Verður að fjölga stöðugildum félagsráðgjafa

Margrét Þórarinsdóttir, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Reykjanesbæ, segir barnaverndarmál vera erfiðustu málin innan félagsþjónustunnar og oft á tíðum sé álagið mikið. Margrét segir að fjölga verði stöðugildum félagsráðgjafa í Barnavernd því vinnuálag sé mikið og því alltaf hætta á að fólk fari í kulnun.

Margrét lagði fram bókun á síðasta fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar þar sem fundargerð barnaverndarnefndar frá 28. september 2020 var til umræðu.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Í bókuninn segir: „Þetta eru sláandi tölur og veldur mér hugarangri en á þessum tölum sjáum við að aukning á tilkynningum er varða vanrækslu – umsjón og eftirlit og áfengi og/eða fíknineysla forelda um 33 % og í tilkynningum er varðar heimilisofbeldi um 38 %. Barnaverndarmál eru erfiðustu mál innan félagsþjónustunnar og oft á tíðum er álagið mikið. Miðað við þessar tölur þá verður að fjölga stöðugildum á félagsráðgjöfum í Barnavernd enda sýndi það sig þegar álagsmæling var gerð á sviðinu að vinnuálag er mikið og því alltaf hætta á að fólk fari í kulnun. Ég hvet því meirihlutann að huga vandlega að auka stöðugildi í Barnavernd.“