bygg 1170
bygg 1170

Fréttir

Veglegt 74 síðna páskablað Víkurfrétta er komið út
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
miðvikudaginn 8. apríl 2020 kl. 11:48

Veglegt 74 síðna páskablað Víkurfrétta er komið út

Í þessu páskablaði er að finna skemmtilegt efni og viðtöl við sextíu Suðurnesjamenn, í þesssu rafræna blaði er líka ljósmyndasýning Hilmars Braga okkar, Yfirsýn, og viðtal við fráfarandi forseta bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar, Ólaf Þór Ólafsson. Hann var kvaddur á bæjarstjórnarfundi í síðustu viku og þar hældi bæjarstjórnarfólk Óla á hvert reipi og þakkaði honum fórnfús störf, hann er farinn til starfa sem bæjarstjóri í Tálknafirði og tekst á við nýjar áskoranir. Viðtöl við atvinnumennina Arnór Ingva Traustason, Samúel Kára Friðjónsson og Elvar Má Friðriksson um hvernig kórónuveirufaraldurinn hefur haft áhrif á þeirra líf og störf.

Að auki eru fjölmörg myndskeið í blaðinu – sem sagt, nóg að lesa, horfa og hlusta á næstu daga fyrir ykkur. Njótið vel!