Fréttir

Vegfarandi á hjóli sá þjófinn hlaupa með stolinn lax og lét lögguna vita
Laugardagur 1. febrúar 2020 kl. 11:29

Vegfarandi á hjóli sá þjófinn hlaupa með stolinn lax og lét lögguna vita

Karlmaður, sem varð uppvís að því að stela reyktum silungi og laxi úr verslun í Keflavík í vikunni, tók sprettinn með fenginn og lét sig hverfa. Vegfarandi sem var á reiðhjóli fyrir utan verslunina veitti honum eftirför og sá hann fara inn í íbúðarhús á svæðinu. Þar fann lögreglan á Suðurnesjum hann, svo og matvælin sem hann hafði stolið, samtals að verðmæti á fimmta þúsund krónur. Viðkomandi hefur komið við sögu lögreglu áður.

Þá var tilkynnt um innbrot í bílskúr í Keflavík en ekki er ljóst hvort einhvers er saknað.

Tilkynnt var í vikunni um eld í íbúð í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Þar hafði samlokugrill verið skilið eftir í sambandi og kviknað í því. Skemmdir urðu óverulegar en reykræsta þurfti íbúðina.

Þá var tilkynnt um að kveikt hefði verið í blaðakassa í Keflavík.  Eldurinn hafði verið slökktur þegar lögregla kom á vettvang og leit að þeim sem þar voru að verki bar ekki árangur.


Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024