Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Vegagerðin sótti undirskriftirnar í Hafnir
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
fimmtudaginn 22. ágúst 2019 kl. 15:40

Vegagerðin sótti undirskriftirnar í Hafnir

Um 60 íbúar í Höfnum skrifuðu undir áskorun til Vegagerðarinnar um að ráðast í endurbætur á Hafnavegi. Ástand vegarins er bágborið og jafnvel hættulegt.

Stefan C Hardonk, íbúi í Höfnum, fór fyrir undirskriftasöfnuninni sem gekk vel þar sem meirihluti íbúa í þorpinu skrifaði undir.

Public deli
Public deli

Svanur G Bjarnason, svæðisstjóri Suðursvæðis hjá Vegagerðinni, tók á móti undirskriftunum í gær. Hann ákvað að gera sér ferð í Hafnir til að sækja pappírana frá bæjarbúum og sjá ástand vegarins með eigin augum.

Í samtali við Víkurfréttir sagði Stefan C Hardonk að íbúar Hafna hafi fengið upplýsingar um að ráðist verði í lagfæringar til bráðabirgða fyrir veturinn. Miklar lagfæringar þarf að gera á Hafnavegi en þær verður ekki hægt að ráðast í fyrr en á næsta ári.

Ástand vegarins er ekki gott. Axlir eru víða illa farnar og þá er malbik einnig mikið skemmt á kafla frá vegamótum þar sem ekið er í námurnar í Stapafelli og áleiðis á Fitjar. Þar eru það þungaflutningar sem eru ástæða skemmda.

Bifhjólafólk hefur einnig gert athugasemdir við ástand vegarins, sem sé hættulegt.