Nettó
Nettó

Fréttir

Varðskipið Týr dró fiskiskipið Kristínu GK til Hafnarfjarðar
Mánudagur 21. janúar 2019 kl. 12:08

Varðskipið Týr dró fiskiskipið Kristínu GK til Hafnarfjarðar

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst beiðni um aðstoð frá fiskiskipinu Kristínu GK síðdegis í gær en skipið var þá vélarvana um 30 sjómílur vest-norðvestur af Garðskaga. Varðskipið Týr var þá úti fyrir Keflavík og hélt þegar í átt að fiskiskipinu. 
 
Áhöfn varðskipsins skaut línu yfir í skipið á tíunda tímanum í gærkvöldi og hélt að því búnu með það áleiðis til Hafnarfjarðar. 
 
Varðskipið kom með skipið til Hafnarfjarðar snemma í morgun en hafnsögubáturinn Hamar tók þá við og fylgdi því síðasta spölinn að bryggju.  
 
Meðfylgjandi myndir eru teknar af Guðmundi St. Valdimarssyni.

 
Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs