Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

Varaaflsstöð tengd íþróttamiðstöð Grindavíkur
Mánudagur 18. janúar 2021 kl. 07:54

Varaaflsstöð tengd íþróttamiðstöð Grindavíkur

Grindavíkurbær hefur fjárfest í varaaflsstöð og vinna er í gangi við að setja hana upp til að keyra íþróttamiðstöðina á varaafli. Hugmynd er einnig um að tengja varaaflstöðina við spennistöð nærri íþróttamiðstöðinni þannig að hún gæti líka keyrt Víkurbraut 62 þar sem Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er til húsa ásamt mögulega fleiri mannvirkjum.

Fjöldarhjálparstöð í Grindavík hefur verið staðsett í Hópsskóla en er nú í íþróttamiðstöð, þó verður Hópsskóli áfram tiltækur ef skipta þarf upp hópum, segir í gögnum frá fundi almannavarnanefnd Grindavíkur.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024