Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Valt í flughálku á Garðvegi
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
laugardaginn 16. nóvember 2019 kl. 01:20

Valt í flughálku á Garðvegi

Mikill viðbúnaður var hjá bæði lögreglu og sjúkraliði uppúr miðnætti þegar tilkynnt var um bílveltu á Garðvegi, skammt frá golvellinum í Leiru.

Fjölmennt lið viðbragðsaðila mætti á vettvang þar sem fyrstu upplýsingar bentu til þess að slys hefðu orðið á fólki. Fljótlega eftir að lögreglan og sjúkraflutningamenn komu á staðinn varð hins vegar ljóst að lítil sem engin meiðsl urðu á fólki.

Public deli
Public deli

Garðvegurinn er háll og væntanlega má rekja slysið til hálkunnar og að ekki hafi verið ekið eftir aðstæðum.

Garðvegi var lokað um tíma á meðan bílnum var komið á flutningabíl en fólksbíllinn var óökufær eftir veltuna og talsvert skemmdur.

Myndir tók Hilmar Bragi á vettvangi.