RNB heilsu- og forvarnarvika
RNB heilsu- og forvarnarvika

Fréttir

Útför Jóns Ísleifssonar
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 9. september 2022 kl. 16:00

Útför Jóns Ísleifssonar

Jón Ísleifsson fyrrverandi útibússtjóri Útvegsbanka Íslands í Keflavík lést á Hrafnistu Nesvöllum 3. september sl.

Jón fæddist og ólst upp í Vesturbæ Reykjavíkur, gekk í Miðbæjarskóla og þá í Verslunarskóla Íslands og lauk þar prófi árið 1949. Að því loknu fór hann einn vetur í Commercial School of Scotland. Eftir skólagöngu hóf Jón störf í Útvegsbankanum sjávarútvegsdeild og var þar uns opnað var útibú í Keflavík árið 1963 þar sem hann gegndi útibússtjórastöðu um langt skeið en Jón endaði starfsferilinn í aðalbanka Íslandsbanka í Reykjavík.  

Hann var heiðursfélagi í Rótarýklúbbi Keflavíkur, sat í stjórn Félags eldri borga á Suðurnesjum og var í Púttklúbbi Suðurnesja.

Útför Jóns fór fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 9. september.