Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

Uppfæra spár um styrk gasmengunar tvisvar á dag
Skjáskot frá vefmyndavél RÚV. https://www.ruv.is/frett/2021/03/20/beint-vefstreymi-fra-eldstodvunum
Sunnudagur 21. mars 2021 kl. 15:06

Uppfæra spár um styrk gasmengunar tvisvar á dag

Veðurstofan fylgist grannt með þróun gasmengunar frá eldgosinu í Geldingadal. Ekki er útlit fyrir að gasmengun frá eldstöðvunum komi til með að hafa veruleg áhrif á líðan og heilsu íbúa á Reykjanesskaga og höfuðborgarsvæðisins næstu daga, en veður, vindátt og magn mengunarefna (s.s. SO2 og CO2) frá eldstöðvunum hafa áhrif á dreifingu og styrk gasmengunar.

Veðurstofan hefur útbúið spálíkan sem spáir fyrir um líklega dreifingu og styrk gasmengunar vegna eldgossins í Geldingadal. Spárnar eru uppfærðar tvisvar á dag og er hægt að nálgast nýjustu spá hverju sinni í gegn um hlekk í viðvörunarborða efst á forsíðu www.vedur.is

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

„Finni fólk fyrir brennisteinslykt sem það telur koma frá eldgosinu getur það skráð þær upplýsingar í sérstakt skráningarform á vef Veðurstofunnar. Slík skráning auðveldar sérfræðingum okkar að átta sig betur á þróuninni auk þess sem upplýsingarnar geta gagnast öðru fólki sem er statt þar sem gasmengunar verður vart,“ segir á vef Veðurstofu Íslands.

Hér má sjá útsendingu RÚV frá gosinu.