Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Unnið að rýmingaráætlun fyrir Reykjanesbæ
Föstudagur 12. mars 2021 kl. 05:55

Unnið að rýmingaráætlun fyrir Reykjanesbæ

Viðbrögð við jarðhræringum, undirbúningur og viðbragðsáætlanir verða viðfangsefni neyðarstjórnar Reykjanesbæjar næstu daga og vikur. Lögreglan er, að beiðni Almannavarnanefndar Suðurnesja utan Grindavíkur, að vinna rýmingaráætlun fyrir sveitarfélagið og/eða einstaka bæjarhluta. Ef til þess kemur að almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra ákveður að rýming sé nauðsynleg þá munu almannavarnir senda sms-skilaboð á íslensku, ensku og pólsku.

Reykjanesbær ber ábyrgð á að til séu rýmingaráætlanir fyrir einstaka stofnanir sbr. ef upp kemur eldur. Einnig þarf að liggja fyrir hvernig staðið skuli að rýmingu vegna eldgoss eða gasmengunar. Sérstaklega þarf að horfa til þess hvað gerist eftir að fólk er komið út úr byggingu, segir í fundargerð neyðarstjórnar frá 4. mars síðastliðnum.

Public deli
Public deli

Fram kemur að Guðlaugur H. Sigurjónsson situr í aðgerðastjórn Ríkislögreglustjóra sem er að gera áætlun fyrir Suðurnes. Aðgerðastjórnin fundar daglega. Verið er að fara yfir ýmis atriði sem þarf að samræma og uppfæra, svo sem að setja litakóða á hverfi, huga að fjöldahjálparstöð og fleira. Einnig kom hugmynd um að opna upplýsingamiðstöð þar sem fólk getur leitað sér upplýsinga. Guðlaugur ítrekaði þó á fundi neyðarstjórnarinnar að ekkert bendir núna til þess að grípa þurfi til rýminga.