Fréttir

Ungmennahús til skoðunar
Ungmennaráð Suðurnesjabæjar vill eiga fund með fulltrúum bæjarráðs sem fyrst.
Mánudagur 14. október 2024 kl. 06:08

Ungmennahús til skoðunar

Hugmyndavinna ungmennaráðs Suðurnesjabæjar að ungmennahúsi eftir fund með ungmennum í Suðurnesjabæ er hafin. Ráðið vill eiga fund með fulltrúum frá bæjarráði sem allra fyrst og kynna þar fyrir þeim hugmynd að ungmennahúsi í Suðurnesjabæ. Ráðinu þykir þetta mikilvægt og spennandi verkefni og hlakkar til komandi tíma og opnunar á ungmennahúsi í Suðurnesjabæ, segir í fundargerð.

Bílakjarninn
Bílakjarninn