Fjörheimar
Fjörheimar

Fréttir

Undirbúningur framkvæmda við Reykjanesbraut hefst á þessu ári
Miðvikudagur 24. júní 2020 kl. 09:58

Undirbúningur framkvæmda við Reykjanesbraut hefst á þessu ári

„Ég hef í mínum störfum sem samgönguráðherra lagt megináherslu á umferðaröryggi þegar kemur að uppbyggingu í samgöngum. Tölur sýna að tvöföldun Reykjanesbrautar hefur dregið verulega úr slysum. Þess vegna hef ég lagt allt kapp á að færa Reykjanesbrautina framar í röðina þegar kemur að undirbúningi og framkvæmdum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Fyrr í vetur komu fram nýjar forsendur á útfærslu á áframhaldandi tvöföldun Reykjanesbrautarinnar. Hagkvæmast væri að breikka Reykjanesbrautina frá Krýsuvíkurafleggjara að Hvassahrauni í núverandi vegastæði.

„Sú leið kallaði á breytingar á aðalskipulagi Hafnarfjarðar og sú vinna er komin vel á veg hjá bæjaryfirvöldum,“ segir Sigurður Ingi.

Vegkaflinn frá Krýsuvík að Hvassahrauni færist frá öðru tímabili 15 ára samgönuáætlunar á fyrsta tímabil.

„Viðbótarfjármagn fjárfestingarátaks ríkisstjórnarinnar tryggir fjármagn til þess að hægt sé að hefja undirbúning verksins strax á þessu ári. Það er mikilvægt að tryggja eins og hægt er öryggi vegfarenda á þessum fjölfarnasta vegi landsins. Öll skref í þá átt eru mikið gleðiefni,“ segir ráðherrann.