Fréttir

  • Umhverfisverðlaun Grindavíkurbæjar 2018 afhent
    Verðlaunahafarnir í ár ásamt formanni umhverfis- og ferðamálanefndar, Sigurveigu Önundardóttur.
  • Umhverfisverðlaun Grindavíkurbæjar 2018 afhent
Þriðjudagur 4. september 2018 kl. 15:36

Umhverfisverðlaun Grindavíkurbæjar 2018 afhent

Umhverfisverðlaun Grindavíkurbæjar voru afhent í gær við hátíðlega athöfn. Var þetta í 22. skipti sem verðlaunin eru veitt, en jafnframt í fyrsta sinn síðan reglur voru settar um þau árið 2016.
 
Fjölmargar tilnefningar bárust um glæsilega garða að þessu sinni og hafði umhverfis- og ferðamálanefnd Grindavíkur ærið verk fyrir höndum þegar kom að því að vega og meta garðana. Vettvangsferð var farin í lok júlí, meðan garðarinar voru enn í fullum blóma. Að lokum voru það fjórir garðar sem þóttu skara fram úr að þessu sinni. Einnig var veitt ein viðurkenning til fyrirtækis fyrir snyrtilegt umhverfi.
 
Verðlaunagarðarnir í ár voru eftirfarandi:

 
Verðlaun fyrir fallegan og gróinn garð: Hraunbraut 2, Guðbjörg Sævarsdóttir og Sigfús Ægir Sigfússon


 
Verðlaun fyrir fallegan og gróinn garð: Norðurvör 10, Björn Birgisson og Ingibjörg Gunnlaugsdóttir


 
Verðlaun fyrir fallegan og gróinn garð: Selsvellir 20, Jónas Þórhallsson og Dröfn Vilmundardóttir


 
Verðlaun fyrir fallegan og gróinn garð: Skipastígur 14, Einar Guðjónsson og Ástrún Jónasdóttir.


 
Verðlaun fyrir snyrtilegt umhverfi fyrirtækis: Harbour View smáhýsin
 
Loftmyndir af görðunum tók Jón Steinar Sæmundsson fyrir Grindavíkurbæ.
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024