Blik í auga
Blik í auga

Fréttir

Umferð við skóla með ágætum og ástand sóttvarna gott
Föstudagur 4. september 2020 kl. 10:39

Umferð við skóla með ágætum og ástand sóttvarna gott

Lögregla á Suðurnesjum hélt uppi víðtæku eftirliti í vikunni eins og áður. Umferð við grunnskóla var með ágætum fyrir utan eitt tilvik þar sem átta ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur.

Þá var farið í eftirlit með verslunum þar sem athugað var með sóttvarnir og fleiri atriði vegna covid – 19. Í níu verslunum sem athugaðar voru var allt eins og best varð á kosið, talið inn í þær og fjölnotakassar sótthreinsaðir milli viðskiptavina.