Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

Umfang gossins er lítið
Myndir: Landhelgisgæslan
Laugardagur 20. mars 2021 kl. 10:34

Umfang gossins er lítið

- virkni heldur minnkað frá því í gærkvöldi

Gosið afmarkað í dalverpi og ólíklegt að hraunflæði komi til með að valda tjóni.

Umfang gossins er lítið og hefur virkni heldur minnkað frá því í gærkvöldi. Lítið er um kvikustróka upp úr sprungunni og þekur hraunflæðið svæði sem er í mesta lagi um 100 metra breitt, en unnið er að kortlagningu svæðisins.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Eins og staðan er núna er gosið afmarkað við mjög lítið svæði ofan í dalverpi og er afar ólíklegt að hraunflæði komi til með að valda tjóni.

Engin gosaska mælist frá eldstöðvunum og miðað við fyrsta mat er ekki mikil hætta á að gasmengun komi til með að valda miklum óþægindum nema næst gosstöðvunum.

Fylgst verður náið með þróun mála sérstaklega hvað varðar gasmengun.

Í frétt frá Veðurstofu Íslands segir að mikilvægt er að taka það fram að svæðið næst gosstöðvunum er hættusvæði og alls ekki ráðlegt að vera á ferðinni þar. Í landslaginu er mikið um lægðir þar sem gas gæti leynst og verið hættulegt fólki.