Thrifty Fólksbílar

Fréttir

Um fimmtíu viðbragðsaðilar og tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar á vettvangi
Mynd: Landhelgisgæslan
Mánudagur 5. apríl 2021 kl. 14:18

Um fimmtíu viðbragðsaðilar og tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar á vettvangi

Um fimmtíu viðbragðsaðilar og tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa verið sendar á vettvang nýju gossprungunnar sem opnaðist í Fagradalsfjalli upp af Geldingadölum í hádeginu. Unnið er að því að rýma svæðið sem hefur verið lokað af lögreglu.

Nýja gossprungan er um einn kílómetra norðaustur af eldstöðinni í Geldingadölum. Þá hefur einnig opnast minni sprunga vestan við nýju sprunguna.

Tilkynning Almannavarna:

Ný sprunga hefur opnast NA við eldstöðina í Geldingadal.

„Um hádegi í dag opnaðist ný sprunga NA við gosstöðina í Geldingadal þar sem eldgos hófst þann 19.mars síðastliðinn, úr nýju sprungunni lekur nú hraun í Meradali.  Svæðið hefur verið rýmt og lokað fyrir aðgengi. Engar tilkynningar hafa borist um slys á fólki.

Verið er að skoða svæðið nánar úr lofti af vísindafólki og Landhelgisgæslunni.

Nánari upplýsingar verða sendar út um leið og þær liggja fyrir.

Flugbann er yfir gosstöðvunum vegna vísindaflugs.“

----------

Samfara nýju gossprungunni þá hefur orðið veruleg breyting í virkni gíganna Suðra og Norðra í Geldingadölum eins og sjá má í streymi mbl.is.

Streymi RÚV af Youtube er í spilaranum hér að neðan.