Fréttir

Um 180 manns sváfu í fjöldahjálparstöðinni í nótt
Um 180 manns gistu í fjöldahjálparstöð sem sett var upp í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Keflavík. VF-myndir: Páll Ketilsson
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
mánudaginn 13. janúar 2020 kl. 13:34

Um 180 manns sváfu í fjöldahjálparstöðinni í nótt

Um 180 manns sváfu í nótt í fjöldahjálparstöðinni sem opnuð var í íþróttahúsi Keflavíkur í gærkvöldi. Flestir þeirra voru flugfarþegar á leið til Bandaríkjanna. Fjöldahjálparstöðin var opnuð í gærkvöldi og nýttu um 500 manns sér þá aðstoð sem þar var í boði.

Þegar Reykjanesbrautin var opnuð eftir miðnætti komst nokkuð stór hópur á höfuðborgarsvæðið en aðrir ákváðu að sofa frekar í fjöldahjálparstöðinni. Þeir sem gistu í íþróttahúsinu í nótt fóru svo flestir í rútur í morgun sem fluttu fólkið í flugstöðina.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar hópurinn var að yfirgefa íþróttahúsið í morgun. VF-myndir: Páll Ketilsson

Næturgestir úr fjöldahjálparstöðinni í íþróttahúsi Keflavíkur á leið út í rútu í morgun.