Bygg
Bygg

Fréttir

Týndur gos ferðamaður fannst á farfuglaheimili
Sunnudagur 19. september 2021 kl. 06:39

Týndur gos ferðamaður fannst á farfuglaheimili

Leit var gerð að manni við gosstöðvarnar fyrr í vikunni. Tveir erlendir ferðamenn voru saman á svæðinu. Þegar annar þeirra skilaði sér ekki á bílastæðið við Fagradalsfjall eftir þriggja stunda bið hins var haft samband við lögreglu. Sá sem saknað var hafði verið illa klæddur og lítt búinn í langa göngu í slæmu veðri.

Meðal annars var hafin neyðarleit á farsíma hans. Maðurinn fannst svo nokkru síðar heill á húfi á farfuglaheimili á höfuðborgarsvæðinu. Hann botnaði ekkert í hvers vegna hans hefði verið leitað. Félaga hans var tilkynnt að hann væri kominn í leitirnar.