Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Tvöfalda framleiðslu í laxeldi við Kalmanstjörn
Eldisstöðin við Kalmanstjörn. Mynd úr matsskýrslunni.
Föstudagur 12. mars 2021 kl. 06:17

Tvöfalda framleiðslu í laxeldi við Kalmanstjörn

Benchmark Genetics Iceland hf., áður Stofnfiskur, hefur leyfi til framleiðslu á allt að 200 tonnum af laxi á ári í eldisstöðinni við Kalmanstjörn við Hafnir og hyggst auka framleiðsluna um allt að 400 tonn. Með framkvæmdinni getur fyrirtækið aukið hrognaframleiðslu í stöðinni. Þetta kemur fram í tillögu að matsáætlun sem er til umsagnar hjá umhverfis- og skipulagsráði Reykjanesbæjar.

Áætlað er að auka þurfi vinnslu jarðsjávar á svæðinu um 700 sekúndulítra (ísalt vatn og jarðsjór) til að mæta framleiðsluaukningunni og grunnvatnsvinnsla vegna eldisins verði þá í heildina allt að 1.500 lítrar á sekúndu í meðalrennsli á ári.

Public deli
Public deli

Það er mat Reykjanesbæjar að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni og ekki er gerð athugasemd við þá umhverfisþætti sem matið á að taka til eða þá valkosti sem lagt verður mat á. Ekki er gerð athugasemd við hvernig staðið verður að úrvinnslu úr gögnum til þess að meta umhverfisáhrif og fyrirhugaðri framsetningu í frummatsskýrslu, segir í afgreiðslu ráðsins.