Fréttir

Tvö verkefni á Suðurnesjum fengu samfélagsstyrk Krónunnar
Laugardagur 13. nóvember 2021 kl. 06:47

Tvö verkefni á Suðurnesjum fengu samfélagsstyrk Krónunnar

Krónan hefur nú úthlutað um sjö milljónum króna til 25 verkefna í formi samfélagsstyrkja til verkefna sem hvetja til hollustu og hreyfingar barna og/eða verkefna sem hafa jákvæð áhrif á uppbyggingu í nærsamfélagi Krónunnar. 

Í ár bárust 111 umsóknir þar sem 25 þeirra hlutu styrk. Verkefni sem fengu styrk á landsbyggðinni voru sautján talsins og voru verkefnin átta á höfuðborgarsvæðinu. Tvö verkefni á Suðurnesjum voru þar á meðal en það voru Heilsueflandi grunnskólar í Reykjanesbæ, fyrir Sterkari út í lífið og Heiðarskóli í Reykjanesbæ, fyrir uppbyggingu á útikennslusvæði í Gryfjunni.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

„Við hjá Krónunni erum afar glöð með fjölda og gæði styrktarumsókna í ár og greinilegt að mikill metnaður er lagður í þau verkefni sem snúa að lýðheilsu og hreyfingu barna og ungmenna, sem og uppbyggingu í okkar nærsamfélagi, bæði á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Það er okkur sönn ánægja að leggja þessum aðilum og verkefnum lið í þeirra vegferð,“ segir Ásta.

Opnað verður fyrir umsóknir fyrir næsta styrktarár á heimasíðu Krónunnar 1. maí 2022. Umsóknarfrestur verður til og með 31. ágúst 2022.