Fréttir

Tveir bekkir í Heiðarskóla í sóttkví eftir smit starfsmanns
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 7. október 2020 kl. 17:10

Tveir bekkir í Heiðarskóla í sóttkví eftir smit starfsmanns

Starfsmaður í Heiðarskóla hefur greindist með Covid smit og var það er krafa smitrakningarteymis almannavarna og sóttvarnalæknis að öll börn í 1. og 2. bekk ásamt 6 starfsmönnum færu í sóttkví frá og með 6. október þar til niðurstaða úr skimun liggur fyrir. 

Komi engin smit upp í skimun mæta allir í skólann næsta mánudag. „Við höfum farið í einu og öllu eftir tilmælum smitrakningarteymis og unnið eftir því verklagi sem þeir setja okkur,“ segir á heimasíðu Heiðarskóla.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Alls eru 22 í eingangrun á Suðurnesjum og 183 eru í sóttkví, að því er fram kemur á Covid-19. Í gær voru 85 í sóttkví og því hafa tæplega hundrað manns bæst í hóp þeirra sem eru í sóttkví og 3 bættust við með smit.