Fréttir

Tuttugu og fjórir stærri en M3
Horft yfir Fagradalsfjall og til Nátthaga. Skjáskot úr myndskeiði/Jón Steinar Sæmundsson
Föstudagur 12. mars 2021 kl. 14:52

Tuttugu og fjórir stærri en M3

Alls hafa orðið tuttugu og fjórir jarðskjálftar yfir þremur af stærð við Fagradalsfjall á þessum sólarhring. Einn þessara skjálfta var af stærðinni M5,0 kl. 07:43 í morgun. Annar upp á M4,2 varð rétt rúmri klukkustund síðar. Fyrsti "fjarki" þessa sólarhrings varð hins vegar kl. 00:58 eftir miðnætti.

Klukkan 14:10 varð skjálfti upp á M3,9 suður af Fagradalsfjalli en flestir skjálftar dagsins hafa verið á svipuðum slóðum nærri Nátthaga þar sem syðri endi kvikugangsins er sagður vera núna.

Jarðskjálftarnir eru að finnast vel á Suðurnesjum og þeir öflugustu víðar.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024