Rúmfatalagerinn 17.maí
Rúmfatalagerinn 17.maí

Fréttir

Tungumálakaffi, bókamerki og tækifærisgöngur með Nanný
Föstudagur 9. apríl 2021 kl. 06:49

Tungumálakaffi, bókamerki og tækifærisgöngur með Nanný

Tungumálakaffi er nýtt verkefni í Bókasafni Reykjanesbæjar sem verður á dagskrá alla föstudaga frá klukkan 10:00 til 11:00. Sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum koma og spjalla við gesti á íslensku um daginn og veginn og þannig gefst þátttakendum að æfa færni sína í íslensku.

Í miðju bókasafnsins eru tveir sýningarkassar með bókamerkjum sem hafa fundist í skiluðum bókum safnsins í áraraðir. Bókamerkin eru af öllu tagi og sjón er sögu ríkari.

Sólning
Sólning

Tækifærisgöngur með Nanný frá Bókasafni Reykjanesbæjar hafa vakið mikla lukku meðal gesta safnsins. Gengið er tvisvar í viku frá klukkan 13:30 í um það bil klukkustund. Markmiðið með göngunum er að fá bæjarbúa til heilsueflingar og að rjúfa félagslega einangrun eftir krefjandi tíma í samfélaginu. Nanný byrjar hverja göngu með stuttri kynningu á verkefnum bókasafnsins, nýjum og gömlum safnkosti og nýjustu fréttum úr safninu.