Fréttir

Tólf íbúðir í nýju húsi að Hafnargötu 27
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
mánudaginn 19. ágúst 2019 kl. 13:04

Tólf íbúðir í nýju húsi að Hafnargötu 27

Fasteignasalan Ásberg ehf. hefur óskað heimildar til að vinna deiliskipulag lóðarinnar Hafnargata 27 og jafnframt að heimilt verði að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðina.

Í tillögu felst að fjarlægja núverandi hús að Hafnargötu 27 að hluta eða í heilt og reisa 5. hæða fjölbýlishús, auk bílgeymslu að austanverðu. Í nýju húsi er gert ráð fyrir skrifstofu- eða verslunarhúsnæði á jarðhæð og samtals allt að 12 íbúðum á hæðum fyrir ofan. Í bílgeymslu gert ráð fyrir bílastæði með rafbílatengi fyrir hverja íbúð.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar tók málið fyrir á síðasta fundi og hefur samþykkt heimild til að vinna tillögu að deiliskipulagi í samvinnu við skipulagsfulltrúa.

Uppdrátt Unit ehf. má sjá hér.