Fréttir

Tíu milljónir króna í aðgengi að eldgosi
Föstudagur 26. mars 2021 kl. 19:06

Tíu milljónir króna í aðgengi að eldgosi

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða mun samkvæmt ákvörðun ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra allt að 10 milljónir króna til að bæta aðgengi fyrir þá sem vilja skoða jarðeldana á Reykjanesi. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins í dag. Útbúin hefur verið gróf ætlun í samvinnu við Grindavíkurbæ um það sem til stendur að gera. Gönguleið hefur nú verið stikuð en ráðgert er að farið verði í ýmiss önnur verkefni eins og að útbúa púða fyrir aðstöðusköpun ásamt salernisaðstöðu, bílastæði, skilti og merkingar, frágangur á slóðum utan Suðurstrandarvegar.

Styrkurinn er veittur til Grindavíkurbæjar en sveitarfélagið munu halda utan um þær framkvæmdir sem til stendur að gera.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða styrkir framkvæmdir á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila. Heimilt er að fjármagna framkvæmdir sem snúa að öryggi ferðamanna, náttúruvernd og uppbyggingu, viðhaldi og vernd mannvirkja.

Þá hefur jafnframt verið komið fyrir teljara á göngustíg sem liggur að eldstöðvunum svo fylgjast megi með umferð. Tölur verða birtar í Mælaborði ferðaþjónustunnar eins og er með fjölda ferðamannastaða um land allt.