Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

Tíu ára og söfnuðu 50.500 krónum fyrir fátæka
Laugardagur 17. apríl 2021 kl. 06:31

Tíu ára og söfnuðu 50.500 krónum fyrir fátæka

Þessar fimm tíu ára stelpur í 4. bekk í Holtaskóla í Reykjanesbæ gerðu sér lítið fyrir og söfnuðu 50.500 krónum sem þær vildu að rynnu til fátækra og þeirra sem eiga bágt í útlöndum. Þær færðu Rauða kross-deildinni á Suðurnesjum upphæðina en aldrei fyrr hafa krakkar komið með svona háa upphæð. Þær gengu í hús og sungu meira að segja fyrir suma nýja lagið hans Daða en bestu viðtökurnar fengu þær þegar þær staðsettu sig á göngunum fyrir framan Nettó í Krossmóa í Njarðvík. Þegar mæður þeirra sögðu að þær gætu komist í Víkurfréttir sögðust þær vilja komast í Suðurnesjamagasín. Þetta væri afrek sem ætti heima í viðtali í sjónvarpinu.

Þær stöllur, Anika Lára Daníelsdóttir, Margrét Viktoría Harðardóttir, Kamilla Magnúsdóttir, Harpa Guðrún Birgisdóttir og Helena Svandís Ingólfsdóttir mættu á ritstjórn Víkurfrétta og sögðu frá söfnuninni í spjalli við Pál Ketilsson. Þær fá ósk sína uppfyllta og verða á skjánum í Suðurnesjamagasíni á fimmtudagskvöld á Hringbraut og vf.is.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024