Fréttir

Þýðingarmikið að fá nýtt vatnsból í Voga
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
fimmtudaginn 15. október 2020 kl. 12:02

Þýðingarmikið að fá nýtt vatnsból í Voga

Sveitarfélagið Vogar hyggst ráðast í virkjun nýs vatnsbóls sveitarfélagsins sem leysir af hólmi núverandi vatnsból. Nýja vatnsbólið er í samræmi við gildandi aðalskipulag sveitarfélagsins.

Skipulagsstofnun hefur óskað eftir umsögn um matsskýrslu vegna nýs vatnsbóls. Sveitarfélagið Vogar fól verkfræðistofunni Verkís að vinna fyrirspurn þá um matsskyldu sem nú er óskað umsagnar um. Það er mat bæjaryfirvalda að framkvæmdin sé þýðingarmikil fyrir framtíðarvatnsöflun fyrir íbúa og atvinnustarfsemi sveitarfélagsins. Eins og fram kemur í skýrslunni verður lögð áhersla á að rask verði sem minnst og að framkvæmdin verði unnin með það að markmiði að umhverfisáhrif verði í lágmarki.

Þá hefur atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið sent Sveitarfélaginu Vogum beiðni um umsögn vegna eignarnáms á landi undir nýtt vatnsból. Bæjarráð Voga áréttar að málið hljóti skjóta afgreiðslu eins og kostur er.